top of page

SAGA HOT YOGA

Bikram Choudhury  er upphafsmaður svokallaðs "hot yoga" sem í dag hefur þróast á ýmsa vegu.  Bikram þróaði ákveðna aðferðafræði þ.e.a.s. að nota hita við æfingarnar sem eru 26 talsins ásamt 2 öndunaræfingum.  Bikram hafði á unga aldri (17 ára) meiðst við ólympískar lyftingar og var úrskurðaður með "ónýt" hné en Yoga kennari hans hjálpaði honum að byggja sig aftur upp með því að gera ákveðnar útvaldar stöður við ákveðið hitastig.  Bikram náði að styrkja hnén aftur og hitinn hjálpaði m.a. vegna þess að hægt er að vinna dýpra og hreyfigetan verður betri í hita.  Þetta gerði það að verkum að Bikram náði fullum bata og þróaði svo alhliða æfingaprógram út frá þessari reynslu og raðaði upp ákveðnum Hatha stöðum í ákveðna röð þannig að tekið er á öllum vöðvaflokkum og liðamótum líkamans til jafns. Megin áhersla er hryggurinn og allar æfingar eru hugsaðar út frá honum.

bottom of page