top of page

JÓHANNA

Jóhanna Karlsdóttir lauk fyrsta yogakennaranáminu 200 tíma réttindum (RYS 200) árið 2008 hjá Absolute Yoga Academy í Koh Samui Thailandi.  Jóhanna byrjaði að kenna hot yoga fyrst allra á Íslandi í janúar 2009 og kenndi á nokkrum stöðum: World Class, Grand Spa, Yoga Shala og í Hreyfingu.

 

Í September 2009 byrjaði Jóhanna fyrst allra að koma upp heitum sal fyrir Hot Yoga í Sporthúsinu þar sem hún gekk í samstarf til átta ára.  Aðalatriðið var að fá sérútbúinn sal fyrir Hot Yoga sem Sporthúsið hafði ákvað í samstarfi við Jóhönnu  að gera. 

 

Árið 2010 Sótti hún stutt námskeið (seminar) hjá Bikram Choudhury í Barcelona. Farið var í svokallaða "advanced" rútínu í Bikram Yoga. 2010 lauk hún 500tíma kennaranámi (RYS 500) hjá AbsoluteYogaAcademy og Yogasana með Michel Besnard og fleirum. Námið er kallað Advanced kennaranám og innihélt Ashtanga yoga, women´s yoga, Yin yoga og Restorative yoga.

Í dag 2023 starfar Jóhanna hjá World Class þar sem hún hafði byrjað 2009 og kennir tíma sem titlaðir eru ýmist Hot Yoga, Warm Yoga eða Infrared Yoga og eru yoga tímar þar sem notast er við upphitaðan sal frá 35°c til 40°c og inniheldur mismunandi yoga tegundir allt í bland:  Hatha yoga, Vinyasa Flow, Ashtanga Yoga, Yin yoga og jafnvel valdar æfingar úr Kundalini Yoga.

Jóhanna er iðin við að afla sér frekari þekkingar í yoga fræðunum og hefur t.d. verið fjórum sinnum fulltrúi Íslands (Embassador) á alþjóðlegri ráðstefnu yoga í Rishikesh, Indlandi (IYF) 2018, 2019, 2020 og 2023.

bottom of page