HotYoga kennaranám
Jóhönnu Karls og World Class
Næsta "HotYoga" kennaranám eða í raun almennt 200tíma jógakennaranám verður kynnt laugardaginn 23. nóvember og aftur 14. des kl. 14:00 til 15:00. 2024 í Laugum, World Class og áætlað er að námið hefjist 8. janúar 2025. Námið verður aðra hvora helgi 4 klst í senn á laugardegi og á sunnudegi frá kl: 14:00 til 18:00 og einnig á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl: 19:30 - 21:30. Stefnt er að því að útskrift verði haldin þann 31. maí 2025.
Jógakennaranámið er almennt byrjenda námskeið í jógafræðum og tekur mið af og heldur í við staðla Yoga Alliance og JKFÍ (Jógakennarafélags Íslands), sem gilda fyrir 200 tíma jógakennara nám.
Námið inniheldur grunnfræðslu um meðal annars sögu og heimspeki yoga. Helstu hugtök eru útskýrð nánar og þekktustu frumkvöðlar yoga kynntir til sögunnar.
Farið er í greiningu á mismunandi yoga tegundum sem þekktastar eru í vestrænum heimi. Jóga anatómían er tekin vandlega af fagmanneskju sem hefur sérhæft sig í þeim fræðum. Heimspekinni á bak við jóga er gefinn góður tími enda af nægu að taka.
Orkustöðvar útskýrðar og Ajurveda fræðin kynnt næginlega.
50 – 55 Jógastöður eða asanas voru valdar til þess að raða upp í „rútínu“ eða æfingaröð sem hægt er að notast við þegar byrjað er að kenna.
Kennt er mismunandi uppröðun á stöðum/asanas og útskýrt hvernig stöðurnar flokkast í mismunandi flokka eftir áherslum sem þær reyna á þ.e.a.s. Standandi stöður, sitjandi stöður, jafnvægis stöður, sveigjur, hvolfanir (inversion), teygjur o.s.frv.
Mismunandi öndunaræfingar kenndar. Æfingar úr elstu Yoga Asanas bókinni „Hathapradipika“ kynntar, kryjas o.fl.
Siðferðisreglur teknar fyrir og nemendur látnir skrifa undir ákveðinn samning við útskrift að þeir muni vinna eftir þeim reglum.
Teknir eru fyrir kennslu hættir eins og framsögn og raddbeiting. Góður tími tekinn í það að hver og einn æfi sig að kenna valdar stöður/asanas ..fyrst eina til þrjár í einu en svo fleiri saman. Í lokinn æfa allir að kenna heila kennslustund eða 90 mínútna tíma.
Markmið skólans með náminu er að miðla sem bestri grunnþekkingu til nemandans um jóga og undirbúa hann sem best til þess að geta leiðbeint sínum iðkendum í jógakennslu.
Útskriftarhópurinn úr HotYoga kennaranáminu vorið 2021
Útskrifaðir kennarar að loknu námskeiði vorið ´21
Útskriftaðir Yoga kennarar frá vorinu 2024
Áætaðar dagsetningar fyrir HotYoga kennaranámskeið 2025:
19.10.25 (laugard) Kynning kl: 14:00 í Laugum, fundarsal
Janúar
08.01.25 (miðv.d) kl: 19:30-21:30 Fyrsti kennsudagur
11.01.25 (lau) kl: 14:00-18:00
12.01.25 (sun) kl: 14:00-18:00
13.01.25 (mán) kl: 19:30-21:30
15.01.25 (mið) kl: 19:30-21:30
20.01.25 (mán) kl: 19:30-21:30
22.01.25 (mið) kl: 19:30-21:30
25.01.25 (lau) kl: 14:00-18:00
26.01.25 (sun) kl: 14:00-18:00
27.01.25 (mán) kl: 19:30-21:30
29.01.25 (lmið) kl: 19:30-21:30
Febrúar
03.02.25 (mán) kl: 19:30-21:30
05.02.25 (mið) kl: 19:30-21:30
08.02.25 (lau) kl: 14:00--18:00
09.02.25 (sun) kl: 14:00-18:00
10.02.25 (mán) kl: 19:30-21:30
12.02.25 (mið) kl: 19:30-21:30
17.02.25 (mán) kl: 19:30-21:30
19.02.25 (mið) kl: 19:30-21:30
22.02.25 (lau) kl: 14:00-18:00
23.02.25 (sun) kl: 14:00-18:00
24.02.25 (mán) kl: 19:30-21:30
26.02.25 (mið) kl: 19:30-21:30
Mars
03.03.25 (mán) kl: 19:30-21:30
05.03.25 (mið) kl: 19:30-21:30
Jógaráðstefna á Indlandi (11 daga hlé)
17.03.25 (mán) kl: 19:30-21:30
19.03.25 (mið) kl: 19:30-2130
22.03.25 (lau) kl: 14:00-18:00
23.03.25 (sun) kl: 14:00-18:00
24.03.25 (mán) kl: 19:30-21:30
26.03.25 (mið) kl: 19:30-21:30
31.03.25 (mán) kl: 19:30-21:30
Apríl
02.04.25 (mið) kl: 19:30-21:30
05.04.25 (lau) kl: 14:00-18:00
06:04.25 (sun) kl: 14:00-18:00
07.04.25 (mán) kl: 19:30-21:30
09.04.25 (mið) kl: 19:30-21:30
14.04.25 (mán) kl: 19:30-21:30
16.04.25 (mið) kl: 19:30-21:30
19.04.25 (lau) kl: 14:00-18:00
20.04.25 (sun) kl: 14:00-18:00
21.04.25 (mán) kl: 19:30-21:30
Páskar
28.04.25 (mán) kl: 19:30-21:30
Maí
03.05.25 (lau) kl: 14:00-18:00
04.05.25 (sun) kl: 14:00-18:00
05.05.25 (mán) kl: 19:30-21:30
07.05.25 (mið) kl: 19:30-21:30
12.05.25 (mán) kl: 19:30-21:30
14.05.25 (mið) kl: 19:30-21:30
17.05.25 (lau) kl: 14:00-18:00
18.05.25 (sun) kl: 14:00-18:00
19.05.25 (mán) kl: 19:30--21:30 (verkleg próf)
21.05.25 (mið) kl: 19:30-21:30 (verkleg próf)
26.05.25 (mán) kl: 19:30-21:30 (verkleg próf)
28.05.25 (mið) kl: 19:30-21:30 (krossapróf)
31.05.25 (lau) kl: 14:00-18:00 (Loka dagur og útskrift)
Boðið verður upp á fjarkennslu fyrir þá sem ekki ná að mæta á ákveðnum dögum. Fyrirlestrar verða teknir upp á zoom eftir þörfum.
Verð: 400.000kr
Athugið að 200 tíma nám kostar aðeins 2000kr á tímann.
Hægt er að fá styrk hjá stéttarfélagi eins og hjá VR fyrir næstum allri upphæðinni.