top of page

REGLUR

  • Hreinlæti.  Vertu hreinn/hrein undir fótum og passaðu að hafa ekki ilmvatn rétt fyrir tímann, það gæti magnast upp og þyngt loftið fyrir nágrannanum

  • Einbeiting.  Við virðum hvort annað og tölum ekki saman í tímanum það verður að ríkja þögn á meðan á kennslustund stendur og alltaf í heita salnum.  Sumir mæta fyrr í salinn til þess að slaka og undirbúa sig fyrir æfinguna andlega og þá er gott að hafa þögnina.

  • Agi.  Við hreyfum okkur á sama tíma og í takt í æfingunum.  Farið ekki of fljótt í stöðurnar eða á undan kennaranum og heldur ekki of seint.  Hægt er að halda stöðu á vægara stigi og auðitað alltaf hægt að hvíla og sleppa stöðu ef ástandið er þannig en þá verður maður að hvíla í stöðu barnsins eða í liggjandi stöðu þ.e.a.s. í ákveðnum hvíldarstöðum. 

  • Slökun.  Reynum öll að klára tímann alveg og taka slökunina með.  Þeir sem þurfa að sleppa slökun skulu láta lítið fyrir sér fara og læðast út úr tímanum áður en slökunin hefst til þess að trufla ekki hina.

bottom of page